Aftur í eróbikk

"Mittistaska?  Nei, það getur ekki verið, ég er ekki með neina mittistösku."

Þetta var hugsunin sem skaust upp í heilabúið mitt þar sem ég var í "eróbikkleikfimi" eftir eins og hálfs árs hlé. Ég stóð í þeirri góðu trú að morgunsundið og gönguferðirnar hefðu gert eitthvert gagn og haldið mér í þokkalegu formi.

Ég man samt ekki eftir því, síðast þegar ég var í leikfimi, að mér fyndist ég slá lærunum í mittistösku þegar ég gerði hnélyftur. En sú varð raunin í gær. Það var eitthvað þarna fyrir lærunum. Tekið skal fram að ég get lyft hnjánum nokkuð hátt en nú strandar allt á einhverju þarna á maganum.

Það skyldi þó aldrei vera að maginn hafi stækkað eitthvað. Það er eins gott að mæta í leikfimi aftur.

En  ég var samt mjög ánægð með að komast harmkvælalaust  í gegnum tímann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband