18.7.2007 | 20:52
Í sumarleyfi
Maðurinn, sem ég sef hjá, hefur ekki mikið leikið sér við mig þó hann sé kominn í sumarfrí. Hann var með mér um helgina í útilegu Kiwanisklúbbsins Ölvers. Það var jafn gaman og endranær. Grín, glens og gaman alla helgina. Á laugardeginum er vani að fara í skoðunarferð og að þessu sinni var farið í Heklusafnið á Leirubakka. Við, Simmi minn og Alda og Valdi, gerðum gott betur . Við fórum líka á Njálusetrið á Hvolsvelli og hlustuðum á Guðna Ágústsson tala um Flosa Þórðarson í Njálssögu. Það gerði Guðni með þvílíkri prýði að nú erum við gamla settið að lesa Njálu. Guðni kveikti neista sem logar enn.
Árni Johnsen kom um kvöldið og sá um brekkusöng eins og ævinlega. Það er ómissandi að syngja með Árna þessa helgi. Hvort sem hann kann mörg grip eða ekki, það bíttar engu. Og hann tók færeyska lagið fyrir mig eins og venjulega.
Simmi minn, var líka með mér á mánudaginn og lékum við okkur í sólbaði allan daginn. Fórum í sund í Hveragerði, bara til þess að athuga hvernig væri að synda í svona langri laug. Við fundum út úr því að við erum ekki í nógu góðu formi. Hver ferð yfir laugina virtist óendanlega löng. Við höfðum það samt af að synda 500 metra.
Í gær vildi, Simmi minn, miklu heldur leika sér við pabba minn heldur en mig. Þeir voru í allan gær í pípulagningarkallaleik úti í skúr. Gerðu þar við ónýta ventla og skiptu um lek rör. Í dag lék hann sér líka við pabba. í dag voru þeir smiðir og fóru að smíða stokka yfir ber rör sem eru hér með fram mörgum veggjum.
Meðan leikurinn þeirra skilar svona góðum árangri ætla ég ekki að kvarta.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:54 | Facebook
Athugasemdir
Sæl,
Mikið hafði ég gaman af því að rekast á þig í bloggheimum. Myndirnar eru sérstaklega áhugaverðar.
Kveðja,
Eirný
Eirný (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 09:39
Þeir taka sig skratti vel út saman, þingmaðurinn og atkvæðið....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.7.2007 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.