13.5.2007 | 22:29
Í eina sæng
Það skyldi þó aldrei fara svo að við stjórnvölinn setjist samskonar stjórn og hefur verið á mínu heimili sl. 35 ár. Sjálfsstæðiskall og jafnaðarmannakelling.
Þetta hefur gengið alveg þokkalega hjá okkur. Við höfum ekki alltaf verið sammála en alltaf getað komið okkur saman um hlutina fyrir rest, annars hefði þetta ekki gengið. Stundum málamiðlun en stundum orrahríð.
En oftast skemmtilegt verkefni að glíma við.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já, þetta virðist ganga upp hjá ykkur.
Magnþóra (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 22:33
Veit Geir af þessu hjá ykkur Simma....ég er svolítið hrædd um að hann efist um að þetta gangi...
Sigþrúður Harðardóttir, 14.5.2007 kl. 14:20
Geir hefur greinilega lesið bloggið þitt ;)
ÞHelga (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 22:56
Veit ekki hve sniðugt þetta yrði fyrir samfylkinguna. Sjálfstæðisflokkurinn fær alltaf sín 36% en ég held að Samfylkingin eigi eftir að dala vegna þess að erfitt verður fyrir þau að gera allt sem þeir lofuðu, vonandi myrðir XD ekki XS eins og þeir gerður með XB og Alþýðuflokkinn....:S Ég er hræddur um Samfylkinguna, hræddur um að þeir gefi undan, hræddur um að þeir efni ekki loforð, hræddur um að þeir berjast ekki enn frekar fyrir Kvenfrelsis-og umhverfismálunum, hræddur um að hún hætti að vera samkvæm sjálfum sér.
Kv. Danni. Sem vonaði alltaf að XS og XV myndu ná hreinum meirihluta.
Danni (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 02:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.