Herjólfur

herjólfurÉg styð hverjar þær hugmyndir sem Vestmanneyingar eða aðrir hafa um bættar samgöngur milli lands og Eyja eftir ferðina með Herjólfi á miðvikudag. Það var smá bræluskítur og það var ekki örgrannt við það öðrumegin að ég væri sjóveik. Ég slapp með að gubba með því að vera í láréttri stöðu alla leiðina. Það gerði það að verkum að ég var ekki til stórræðanna með að líta eftir nemendunum sem ég var í för með. Hinir sjóhraustu samferðamenn mínir sáu um þá hlið mála á meðan ég lá eins og drusla, samanhnipruð á stólum í borðsalnum.

Ég var betur búin undir heimferðina í gær. Þeir kenndu mér það Eyjamenn, sem ég hitti, að áður en maður fer í Herjólf þá tekur maður inn sjóveikispillu og pantar sér koju til að liggja í. Ég fór að þessum ráðum og komst heim heilu og höldnu.

Það hefði verið þægilegra að keyra t.d eftir jarðgöngum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Sammála!

Sigþrúður Harðardóttir, 28.4.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband