Fótbolti og nafnháttur

"Ferðu ekki örugglega á kóræfingu í kvöld?"

"Nei, við erum eiginlega komin í sumarfrí."

"Æ, andskotinn, ég ætlaði að horfa á leik í sjónvarpinu."

Hann, Simmi minn, virðist fá sektarkennd þegar hann horfir á fótbolta í sjónvarpinu og ég er heima Nú fæ ég sektarkennd vegna þess að hafa komið inn sektarkennd hjá honum. Þetta er nú meiri tilfinningaflækjan.

Ég komst sem sagt ekki hjá því að fylgjast með, alla vega með öðru auganu, Manchester United leika á móti AC Milan í Meistaradeild Evrópu. Þegar maður byrjar að horfa er þetta allt í lagi. Það er miklu verra að vera að gera eitthvað annað og heyra í látunum á fótboltavellinum.

Á meðan á leiknum stóð var ég pæla í ýmsu öðru en fótbolta eins og hver væri sætastur,  hver væri mesta skræfan og hvaða tyggjó Alex Ferguson notaði.

Það rifjaðist líka upp fyrir mér að það eru líklega íþróttafréttamnn eða þeir sem lýsa leikjum sem byrjuðu á því að nota nafnháttarstílinn. Tvisvar skoraði Kaka mark fyrir Milan og í bæði skiptin sagði eða öllu heldur æpti Hörður Magnússon: "Kaka er að skora mark.!" En þá var Kaka auðvitað búinn að skora.

Hinn gæinn, sem var að lýsa leiknum, hélt því líka fram að einhver leikmannanna, ég man ekki hver, væri alltaf með svo góðar staðsetningar. Það er gaman að þessu, ég brosti alla vega yfir vitleysunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Þetta er nú það dapurlegasta sem þú hefur tekið þér fyrir hendur í menningarlífi síðustu daga (samkvæmt menningarfærlsunum hér að framan!)

Telst fótbolti til menningar? Legg spurninguna fyrir á næsta menningarnefndarfundi

Sigþrúður Harðardóttir, 24.4.2007 kl. 22:40

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Fótbolti er menning að mínu viti. Menning getur verið mismerkileg og sumum finnst fótbolti auðvitað mjög merkilegt fyrirbæri.

Guðrún S Sigurðardóttir, 24.4.2007 kl. 23:22

3 identicon

Já, ég tek undir með dótlu þinni þegar hún sagði frá því að þrátt fyrir að vera með ýmislegt menningalegt í kringum sig þá horfði hún á "Dancing on Ice" og mætti ekki missa af þætti. Sama á við um mig. Þetta þykir okkur frænkunum mjög menningalegt! Fyrir þá sem ekki vita þá er Dancing on Ice keppni í dansi á skautum þar sem frægu fólki er parað saman við prófessional skautara. Þetta eru frábærir þættir og ótrúlegt hvað fræga fólkið, sem voru leikarar, söngvarar, fótboltamenn (Lee Sharp t.d sem spilaði fótbolta um tíma á Íslandi) og rugbysplilarar, stóðu sig vel á ísnum. Ég sá síðan á moggavefnum að Íslendingar fylgjast með fréttum af Heather Mills í samskonar þætti í USA (eru reyndar ekki á skautum). Ég komst ekki hjá því að taka eftir því að einhver hafði bloggað um fréttina og stingur upp á því að Stöð 2 taki svona þætti til sýningar. Hann leyfir sér meira að segja að koma með tillögu að pörum, Heiðar Ástvalds og Siv Friðleifs, Kara og Gísli Marteinn og fleiri. Frábær hugmynd. Mogginn sá samt ástæðu til að merkja við færsluna hjá honum "Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt." Er búið að taka upp ritskoðun á Íslandi?

Harpa G. (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband