12.4.2007 | 20:39
Nám barna af erlendum uppruna
Ég þurfti í dag að setja hugsanir mínar á blað, án mikillar umhugsunar, og senda það sem ég skrifaði í tölvupósti til ókunnugrar manneskju.
Ég fékk, í tölvupósti frá einum framhaldsskóla í landinu, beiðni um það að ef ég hefði einhverjar hugmyndir um hvernig framhaldsskólinn geti bætt móttöku nemenda af erlendu bergi brotnir þá væru allar ábendingar vel þegnar.
Ég lét skoðun mína flakka en hún er sú að ef grunn-og framhaldsskólinn ætli að koma til móts við þarfir nemenda af erlendum uppruna þá verði að ráða til starfa kennara sem tala móðurmál nemendanna. Það er útilokað að nemendur sem koma erlendis frá og fara beint í efstu bekki grunnskólans, geti með nokkru móti nýtt sér það námsframboð sem framhaldsskólar bjóða upp á. Þeir geta ekki verið orðnir það færir í íslensku og íslenskri menningu að námið verið þeim að gagni.
Fjöldi nemenda af erlendu bergi, sem flosnar upp úr námi, sýnir þetta.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.