Að loknu páskfríi

Senn lýkur þessa indæla páskafríi. Ég hef verið að velta því fyrir mér í hvað ég hef eytt frídögunum eftir að ferming var yfirstaðin og Veilsverjarnir voru flognir til síns heima. Ég hef mestmegnið:

Borðað, drukkið, bragðað, snætt,

blásið, gúffað og etið,

hugsað, talað, hlegið, rætt,

hangið, legið og setið.

Sem sagt, varla gert neitt af viti og er því meira en tilbúin til þess að hitta samstarfsfólkið á morgun og ekki síður nemendur mína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð!

Magnþóra (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband