Stórt hjarta

Það var hressilegt viðtal við Bryndísi Schram á Rás 2 eftir hádegið. Hun fór mikinn um ýmiss málefni. Hún hefur sjálfsagt verið boðuð í viðtal vegna mótmælanna sem hún tók þátt í í Mosfellsbæ. Hún er að vonum sár yfir því að kápan hennar vakti meiri athygli heldur en málstaðurinn sem hún barðist fyrir. Hún varð hvöss við þáttarstjórnandann þegar hún var spurð hvort hún væri umhverfissinni. "Hvað meinarðu," sagði Bryndís, erum við það ekki öll?"

Bryndís talaði um fleira heldur en væntanlega vegalagningu í Álafosskvosinni.  Hún er  ekki sátt við þá umfjöllun sem Jón Baldvin hefur fengið í kjölfar viðtals við Egil í Silfrinu um síðustu helgi. Hún vill meina að æskudýrkunin sé allt of mikil og það eigi ekki að hlusta á það sem gamall maður, eins og Jón Baldvin, er að segja.

Ég gat nú ekki betur séð en að það sé nægur kraftur í Jóni þrátt fyrir einhvern aldur og að hann eigi fullt erindi hvert þangað sem hugur hans ber hann.

Svo varð hún blíð í rómnum þegar hún minntist tímans þegar hún stóð við hlið Jóns í pólitíkinni og talaði um jafnaðarstefnuna. "Veistu hvað er jafnaðarmaður"? spurði hún. "Það er maður með stórt hjarta."

Ég fann að hjartað mitt stækkaði við þessi orð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Er 1 af þeim 53 er litu við hjá þér í dag!  hjartalag hefur ekkert með stærð að gera og það á víst sennilega við um pólítíkina.  Bryndís er smart kona rétt eins og karlinn hennar!  hehe  Þú ert líka rosa smart mín kæra og átt flottan karl!  kveður á klakann ....

www.zordis.com, 4.2.2007 kl. 23:07

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

...og var ábyggilega stórt fyrir, passaðu kallinn. Kv.

Baldur Kristjánsson, 5.2.2007 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband