30.1.2007 | 23:35
Frændur vorir
Ég mætti klukkutíma of seint á kóræfingu í kvöld. Ég fann að ég átti frekar erfitt með að syngja. Ég var eitthvað svo aum í hálsinum. Það var því miður ekki vegna þess að ég hafði fagnað of mikið, heldur vegna þess að ég hafði of oft þurft að segja: ah, æ, óh, andskotinn, strákar ekki klúðra þessu og eitthvað í þeim dúr með neikvæðum, vonbrigðartón í röddinni. Já, við töpuðum. Danir lágu ekki í því.
Kórinn minn var að æfa danskt lag með dönskum texta í kvöld en það er allt önnur ella.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.