23.1.2007 | 18:04
Mun matarverð lækka?
Mér fannst það góð tíðindi þegar ég heyrði að virðisaukaskattur af matvöru myndi lækka 1. mars næstkomandi. Þetta var ákveðið í kjölfar mikillar umræðu um hátt matvöruverð á Íslandi. Umræðan hafði áhrif sem er mjög gott mál. Við, Íslendingar, látum allt of oft valta yfir okkur. Við tuðum heima við eldhúsborð ef á okkur finnst hallað en látum ekki til skarar skríða eins og fólk gerir oft í öðrum löndum
Nú virðist sem heildsalar og kaupmenn ætli að hirða aurinn af okkur sem gæti safnast í budduna okkar ef matarverð lækkaði. Þeir eru farnir að hækka vöruverð hjá sér þó þeir hafi haldlítil rök fyrir því.
Nú er tækifærið okkar til þess að gera eitthvað meira en að tuða heima. Við gætum t.d. látið það eiga sig að kaupa þær vörur sem kaupmenn hafa nú þegar hækkað.
Gerum eitthvað í málinu, því þetta er algjörlega óþolandi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:05 | Facebook
Athugasemdir
Hæ Gunna min.
Thetta er alveg thad sema sem skedi her fyrir tveim threm arum.
Og enginn virtist geta gert neitt.
Matarkaupmenn eru rikustu menn Noregs.
Bardur (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 18:10
eins og fyrri daginn í öllum svona málum þá vantar alla samstöðu til að gera eitthvað allir tala um það engin gerir neitt og fyrirtæki og aðrir aðilar vita það og ganga á lagið....
Ólafur fannberg, 23.1.2007 kl. 18:18
Sæl Gunna mín, ég kann voða vel við mig í þessu bloggkerfi! Bara ágætis þjónusta og auðvelt fyrir hrafn eins og mig að aðhafast hér. Gaman að hitta þig hér!
www.zordis.com, 23.1.2007 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.