21.1.2007 | 18:14
Prinsinn af Wales
Lúkas Þorlákur er ekki par hrifinn af íslenskri tungu. Hann reynir að leiðrétta mömmu sína og bendir henni á hvernig á að tala rétt.
Mammy, it´s yes, not já.
Hann skilur íslenskuna alveg og er svo snjall að hann veit hvenær það er honum í hag að nota hana.
Um daginn var til á heimilinu kex sem heitir upp á engilsaxnesku Pinguin. Það hlýtur að vera mjög gott kex því Lúkas vildi fá það í morgunmat. Mamma hans benti honum á að kex væri ekki morgunmatur, hann ætti að borða eitthvað hollara en það.
Mammy, please give me mörgæs, sagði piltur þá og fékk auðvitað kex í morgunmat.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gaman af þessu.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.1.2007 kl. 18:40
Til lukku með síðuna.
Sigríður Guðnadóttir, 22.1.2007 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.