21.1.2007 | 12:55
Sunnudagsmorgun
Við, ömmustelpa, vorum í slökunargírnum í morgun. Sváfum eins og klessur til klukkan hálf tíu. Þá var afi farinn út á sjó. Það stóð til að leggja netin í dag. Það hefur ekki gefið á sjó í nokkra daga.
Ömmustelpa notar tækifærið og horfir á barnaefni í sjónvarpinu þar sem hún býr á sjónvarpslausu heimili. Það þykja örugglega tíðindi í dag. En svona er það nú samt. Kennari nokkur sagði við Doktorinn (eða við bekkinn hans) þegar hann var í menntaskóla að sjónvarpið sygi sálina úr fólki. Það er kannski ekki eingöngu vegna þessara ummmæla sem ekki er sjónvarp á heimilinu en það er áreiðanlega ein af ástæðunum.
Ég veit það bara að ég er oft eins og sálarlaus þegar ég hef hangið ótæplega yfir sjónvarpinu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hvernig virkar svo kommentakerfið?
Guðrún S Sigurðardóttir, 21.1.2007 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.