Hátíðleg jól

Helgi jólanna færist yfir.

Ég var að tala við dótlu mína, rétt gat sagt bless án þess að grenja en eitt saknaðartár féll ofan í jólagrautinn en það hlýtur að gera hann betri. Hún hefur skapað sína jólasiði og hefur þá mest megnis íslenska. Hún segist ná íslenskum hátíðaleika þrátt fyrir að vera á erlendri grundu. Hún spilar af diski jólamessu, tekna í Hallgrímskirkju fyrir nokkrum árum, til að ná hátíðleikanum.

Sonurinn ætlar að halda eigin jól með sinni fjölskyldu í fyrsta skipti og hlakkar til.

Við verðum tvo í tangó og höfum verið það áður en ekki í nokkur ár. Við hlökkum líka til.Jólaleikur 011

Nú erum við Simmi minn að bíða eftir að Gestur Einar spili Ó helga nótt með Jussa Björling og um leið óskum við öllum vinum, nær og fjær, gleðilegra jóla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Gleðilega hátíð kæra Gunna.  Auðvitað njótið þið tvö dásamlegra jóla ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 26.12.2007 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband