Eftirlát amma, verri tengdamamma

“Amma, I need Mavis," sagði Lúkas Þorlákur við mig í símann áðan. Ég þurfti að fá útskýringu á Mavis hjá mömmu hans. Mavis er sem sagt ein af lestunum í lestasafninu hans. Hann safnar Thomas and friends lestunum og á svo mikið af teinum, húsum, lestum og dóti sem fylgir þessu að það þekur stofugólfið heima hjá honum.

En upp úr þurru í dag, þegar hann var að leika sér að lestunum sínum, sagði hann meira við sjálfan sig: "I need Mavis, amma kaupa Mavis." Þegar hann heyrði að mamma hans var að tala við mig í símann bað hann um símtólið og tilkynnti mér þetta. Nú verð ég að athuga hvort Mavis fáist á Íslandi og senda barninu, annars verð ég að gera aðrar ráðstafanir. Lúkas verður að eignast Mavis.

Áður en við mæðgur kvöddumst heyrði ég að tengdasonur minn sagði það hátt að ég átti að heyra:"I need tölvu. Gunna kaupa tölvu." (Merkilegt, orðið tölva er notað á þessu breska heimili).

Það er ekki leiðinlegt að eiga breskan tengdason þegar maður elskar breskan húmor.

Eða á ég kannski að hlaupa út í búð og kaupa tölvu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband