Mögnuð birta

Þegar ég vaknaði í morgun var rafmagnslaust hjá mér en þó ekki alveg. Það týrði á perunum en það var það lítil birta að ég gat t.d. ekki speglað mig. Ég sá að það var ljós í húsunum í kring og hélt þess vegna að eitthvað hræðilegt væri að í mínu húsi. Ég varð frekar smeyk og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Það var allt of snemmt að hringja í pabba og gamli minn farinn á sjóinn. Ég reyndi samt að ná sambandi við hann en hann svaraði ekki enda hvað hefði hann svo sem gert. Ég vafraði um í þessari óhuggulegu birtu og þorði ekki að snerta neitt því ég er svo hrædd við rafmagn. Tók samt tölvuna úr sambandi en það var það eina sem ég hugsaði um að ekki mætti bila. Ég þakkaði guði fyrir að sundlaugartaskan beið tilbúin og dreif mig út í laug því að ég gat ekki klárað morgunverkin á mér heima.

Á meðan ég synti  gat ég ekki hætt að hugsa um  hvernig mannskepnan komst af fyrir tíma rafmagns.

Þetta var sem betur fer bara eitthvert ómerkilegt rafmagnsleysi í hluta bæjarins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband