Skattur fyrir nef

Þegar Ríkisútvarpið verður orðið að OHF mun ég greiða 14.580 krónur á ári í nefskatt til útvarpsins og gamli minn mun líka greiða 14.580 krónur . Þó að við höfum verið gift í 35 ár og eigum orðið ansi margt sameiginlegt, þá höfum við enn tvö nef.  En ef við, gamli minn, hefðum fæðst með silfurskeið í munninum eða spilað öðruvðisi úr því sem við höfum aflað okkur hingað til yrði litið á okkur sem neflaust fólk og þyrftum við ekki að greiða krónu fyrir það að hlusta á útvarpið.

Er furða að maður sé fúll?

Kellogsið kláraðist í morgun og það verður ekki keyptur nýr pakki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Fínt þetta með kellogsið.  Morgunkornið er fátæktargildra fyrir neytandann en uppspretta mikils auðs furoir hluthafa í Kellegs og ef þeir byggju á Íslandi gætu þeir hlustað ókeypis á útvarp.

Baldur Kristjánsson, 26.1.2007 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband