Bloggfćrslur mánađarins, október 2008

Minningartónleikar

Ţeir voru alveg frábćrir minningatónleikarnir um Vilhjálm Vilhjálmsson. Ég var í upphafi međ svona tilfinningageđshrćringarhroll en ég náđi mér upp úr ţví. Hver listamađurinn á fćtur öđrum sté á sviđ og söng lögin sem Villi gerđi vinsćl fyrir meira en 30 árum. Ţađ er ekki hćgt ađ nefna neinn einn söngvara sérstaklega ţeir voru allir frábćrir, hver á sinn hátt.

Yfir salnum sveif líka "stöndum saman andi" verum vinir og pössum hvert annađ.

Blásum á kreppuna og hlúum ađ menningunni okkar og ţví sem viđ stöndum fyrir.

Frábćrt kvöld.

Frábćrt frí frá vangaveltum um framtíđina.


Happatalan átta

Rauđvínsklúbburinn Dreitill hefur starfađ í nokkur ár. Ég stofnađi hann međ nokkrum ćsingi og látum hér um áriđ ţegar ég varđ ţess áskynja ađ rauđvínsklúbbur hafđi veriđ stofnađur á mínum vinnustađ án minnar vitundar.

Ég stofnađi ţess vegna minn eigin klúbb. Í fyrsta drćtti kom upp talan átta, sem var auđvitađ talan mín ţannig ađ ég fékk allan pottinn, tíu rauđvínsflöskur. Mér fannst ţađ reyndar dálítiđ vont af ţví ég hafđi átt hugmyndina ađ stofnun klúbbsins en ég gat auđvitađ ekkert gert ađ ţví hvađ tala kom upp.

Ég hef fyrir löngu afsalađ mér formannsréttindum og látiđ völdin í klúbbnum í hendur mér yngri mönnum eins og eđlilegt er. Reglurnar í klúbbnum eru ţannig ađ tíu manneskjur, ţ.e. klúbbmeđlimir, leggja til eina rauđvínsflösku á mánuđi og sá sem á öftustu tölu í happdrćtti Háskólans í hverjum drćtti hreppir allar flöskurnar.

Einhverjum klúbbmeđlimi ţótti ţetta ekki nógu lýđrćđislegt svo reglunum var breytt ţannig ađ ţrjár öftustu tölur í hverjum drćtti HHÍ hafa veriđ notađar ţannig ađ sá sem á öftustu töluna fćr  fimm flöskur sá sem á nćst öftustu töluna fćr ţrjár flöskur og sá sem ţriđju öftustu fćr tvćr.

Ég fékk pottinn oft á međan ein tala gilti. Talan átta er auđvitađ happatala. Félagar mínir í klúbbnum hafa oft brosađ út í annađ ţegar ég hef nefnt ţađ ađ ţađ sé samt möguleiki á 10 flöskum  ţrátt fyrir breytingarnar. Ég hef haldiđ ţví á lofti ađ sama talan geti komiđ upp sem ţrjár öftustu tölurnar.

Já, já Gunna mín, láttu ţig dreyma.

Hvađ gerđist í kvöld?

Ţađ fór enginn banki á hausinn.

Ég fékk bara rauđvínspottinn allan. Hjá HHÍ kom upp talan 39888.

Eru ekki örugglega ţrjár áttur ţarna aftast?

 


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband