Happatalan átta

Rauðvínsklúbburinn Dreitill hefur starfað í nokkur ár. Ég stofnaði hann með nokkrum æsingi og látum hér um árið þegar ég varð þess áskynja að rauðvínsklúbbur hafði verið stofnaður á mínum vinnustað án minnar vitundar.

Ég stofnaði þess vegna minn eigin klúbb. Í fyrsta drætti kom upp talan átta, sem var auðvitað talan mín þannig að ég fékk allan pottinn, tíu rauðvínsflöskur. Mér fannst það reyndar dálítið vont af því ég hafði átt hugmyndina að stofnun klúbbsins en ég gat auðvitað ekkert gert að því hvað tala kom upp.

Ég hef fyrir löngu afsalað mér formannsréttindum og látið völdin í klúbbnum í hendur mér yngri mönnum eins og eðlilegt er. Reglurnar í klúbbnum eru þannig að tíu manneskjur, þ.e. klúbbmeðlimir, leggja til eina rauðvínsflösku á mánuði og sá sem á öftustu tölu í happdrætti Háskólans í hverjum drætti hreppir allar flöskurnar.

Einhverjum klúbbmeðlimi þótti þetta ekki nógu lýðræðislegt svo reglunum var breytt þannig að þrjár öftustu tölur í hverjum drætti HHÍ hafa verið notaðar þannig að sá sem á öftustu töluna fær  fimm flöskur sá sem á næst öftustu töluna fær þrjár flöskur og sá sem þriðju öftustu fær tvær.

Ég fékk pottinn oft á meðan ein tala gilti. Talan átta er auðvitað happatala. Félagar mínir í klúbbnum hafa oft brosað út í annað þegar ég hef nefnt það að það sé samt möguleiki á 10 flöskum  þrátt fyrir breytingarnar. Ég hef haldið því á lofti að sama talan geti komið upp sem þrjár öftustu tölurnar.

Já, já Gunna mín, láttu þig dreyma.

Hvað gerðist í kvöld?

Það fór enginn banki á hausinn.

Ég fékk bara rauðvínspottinn allan. Hjá HHÍ kom upp talan 39888.

Eru ekki örugglega þrjár áttur þarna aftast?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Heppin ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 11.10.2008 kl. 13:27

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Ég tók sko eftir þessu og átti bara eftir að senda þér hamingjuóskir. Geri það hér með!

Skál

Sigþrúður Harðardóttir, 11.10.2008 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband