Gamlársdagur

Ég verð alltaf dálítið döpur á þessum degi. Ég held að það tengist því að tíminn sem ég þekki er að fjara út og það er ekki vitað hvað tekur við. Nýtt ár, nýtt númer og auðvitað ný tækifæri en það huggar mig ekki. Depurðin rís hæst þegar klukkan slær tólf á miðnætti, ártalið fjarar út á sjónvarpsskjánum og sungið er Nú árið er liðið. Þá bara grenja ég. En það varir bara stutta stund, ég hristi þessa viðkvæmni af mér og næ mér á strik.

Nú er eitthvað aðeins öðruvísi.

Ég hef aldrei kviðið nýju ári fyrr en núna. Mér finnst þessir óvissutímar mjög erfiðir. Hvernig fer fyrir íslensku þjóðinni? Hvernig fer fyrir börnunum mínum og hvað bíður barnabarnanna? Hvernig fer fyrir mér og Simma mínum? Úff!!

Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.

Það er kannski eins gott.

Ég óska öllum gleðilegs árs, farsældar og hagsældar.

Maður verður að lifa í voninni um að allt fari vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að árið 2009 verði gott ár því á óvissutímum þjappast fólk saman og hugsar vel hvert um annað. Það er allt gott þegar maður hefur fólkið sitt í kringum sig. Það er það sem skiptir máli.

Magnþóra (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 23:11

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Takk fyrir huggunarorðin Magnþóra mín!

Guðrún S Sigurðardóttir, 2.1.2009 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband