Forsetinn má

Ég gekk fram hjá stórum, svörtum jeppa við Ráðhúsið, þegar ég fór í bókasafnið í fyrradag. Jeppinn var með allt öðruvísi númeraplötu en venjulegir bílar og þegar ég gekk fram fyrir bílinn sá ég íslenska fánann blakta á örðu frambrettinu. Ég spurði bókasafnskonuna hvort hún vissi hver væri á þessum bíl og hún vissi allt um það. Það var sjálfur forsetinn. Hann hafði komið við hjá henni og spjallað þar við krakka sem voru þar staddir. Ég missti af honum. Hann hefur verið einhvers staðar annars staðar í húsinu á  meðan ég valdi mér nýja bók að lesa.

Það var fyrst þegar ég kom heim sem ég fattaði hvað það var sem fór í pirrurnar á mér við þennan bíl. Hann var á akbrautinni en ekki á bílastæðinu og hann var í gangi á meðan forsetinn staldraði við.

Við hin drepum alltaf á bílunum okkar þegar við erum ekki að aka þeim.

Ætli forsetinn hafi ekki heyrt talað um mengun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband