Yfir fjallið í leikhúsið

fólkið í blokkinniNú stundar maður menningarlífið af krafti.

Í gærkvöldi fór ég með leikhúsvinum mínum að sjá Fólkið í blokkinni. Alveg hreint ágætissýning og ágætisskemmtun.

Ég held að ég muni ekki ganga á milli fólks og segja: "Þú mátt ekki missa af þessari sýningu."

Þetta er ekki neitt tímamótaverk, held ég. Eða hvað veit ég um það, ég hef ekki hundsvit á leiklist þannig lagað séð.

Ég skemmti mér samt vel.

Þarna voru sett á svið brot úr lífi fólks sem býr í sömu blokk. Vandamálin eru margvísleg og allir eiga einhvers konar vanda við að stríða. Þarna var alkóhólistinn og meðvirka eiginkonan. 16 ára dóttir þeirra að finna sjálfa sig. Þroskaheftur bróðir hennar. Strákur skotinn í henni en réð ekki alveg við sjálfan sig og tilfinningarnar. Útigangskona, geðillur húsvörður, eiginmaður sem konan var farinn frá, pólsk nuddkona og fleiri litríkar persónur.

Geirfuglarnir sáu um spileríið og þeir stóðu sig náttúrlega vel eins og allir sem komu þarna fram. Ef ég ætti að nefna einhvern leikara sem stóð upp úr held ég að ég verði að nefna þann sem lék Óla, þann þroskahefta. Hann var magnaður.

Skemmtilegt kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband