Björg í bú

Ég hef ekki tekið slátur síðan 1995. Hann Simmi minn stakk upp á því núna að taka slátur. Ég lét þetta eftir honum með því forholli að hann hjálpaði til.

Það gekk eftir. Honum tókst ótrúlega vel upp með saumaskapinn og ýmislegt fleira. Ég tók að mér verkstjórn. Hann sagðist vera starfsmaður í þjálfun.

Núna eigum við lifrarpylsu og blóðmör í frysti. Búin að sjóða svið, sem við höfum ekki gert síðan 1995. Við höfðum aldrei svið á matseðlinum á veitingahúsunum sem hann Simmi minn var að reka og svo höfum við bara einhvern veginn gleymt þessum frábæra þjóðlega mat eftir að hann hætti veitingahúsabullinu.

Og svo eigum við hjörtu og nýru.

Búsældarleg í meira lagi.

Ef ég skil hann Simma minn rétt er þetta bara byrjunin á því að draga björg í bú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg hugsa ad thid hafid alltaf att hjørtu.

Bardur (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband