Nemi í myndlist

Ég er búin að ganga með það í maganum síðan í vor að ég yrði að læra að mála. Ég vaknaði svona einn morguninn. Til þess að prófa hvort ég gæti málað keypti ég ýmiss konar málaradót og kennslubækur. Ég fann líka margt á netinu sem gaman var að skoða. En eftir því sem ég las meira og prófaði að meira að mála vissi ég hvað ég kynni lítið og yrði að fá kennslu.

Ég byrjaði í gærkvöldi á námskeiði hjá Sjöfn Har.

Ég er byrjuð í 1. bekk í myndlist.

Það var æðislega gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Þú ert að brjótast út úr rammanum!

Hætt í megrun fyrir lífstíð.

Farin að mála...vonandi fyrir lífstíð.

Frábært!

Sigþrúður Harðardóttir, 23.9.2008 kl. 22:36

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

það er búið að týna á mig gjafir á liðnum árum til þess arna. Dótið er hinsvegar allt inní skáp ennþá og borið við tímaleysi eins og alltaf. Kannski maður fari að dusta raf þessu rykið ??? Ekki galin hugmynd.

Þessu vorum við Gulli Bjarna með ógurlega dellu fyrir í barnaskóla hjá Óskari Sigurðs...ég hef varla málað síðan en Gulli hélt nú áfram og varð ágætur málari. Hefurðu heyrt af honum á seinni árum? Hann hvarf mér alveg fyrir einhverjum áratugum...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.10.2008 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband