Aldrei aftur í megrun

Ég tók ákvörðun fyrir nokkrum dögum. Ákvörðunin fellst í því að ég er hætt í megrun. Ég er hætt í þessu bulli. Ég er búin að vera meira og minna í megrun síðan ég var 17 ára. Sumarið 1967 var ég í London í skóla og kom heim bústnari en ég fór út og einmitt þá um haustið heyrði ég fyrst talað um megrunarkúr. Ég skellti mér í hann og þar með byrjaði ballið. Ég hef prófað alla kúra sem ég hef heyrt um nema hvítvínskúrinn. Skrítið. Ég ætla samt að sleppa honum. Enginn kúr virkar á mig. Ég missi nokkur kíló þegar ég fer í kúr og bæti þeim síðan á mig þegar ég gefst upp og nokkrum kílóum að auki. Ég hef þannig safnað á mig 15 kílóum síðan ég var ung kona. Kannski hefði ég engu bætt á mig ef ég hefði aldrei farið í megrunarkúr.

Nú er ég hætt öllu bulli. Hætt að telja kalóríur, hætt að vera í aðhaldi, hætt að vera í fráhaldi, hætt að passa mig, hætt að vigta matinn ofan í mig, hætt að pæla í fituinnihaldi, hætt að pæla í sykurinnihaldi, hætt að pæla í transfitusýrum, kolvetnum, próteinum, og hvað þetta nú allt heitir.

Ég ætla að borða það sem mér dettur í hug, hvenær sem mér dettur í hug að borða og það besta af öllu, ég ætla að borða hvað sem er án samviskubits.

Án samviskubits.

Ég hef alltaf fengið samviskubit þegar ég hef "svindlað."

Og auðvitað hef ég oft "svindlað." Annars væri ég tággrönn.

Ég er hætt þessu bulli, ætla að borða það sem mig langar til og ef ég stækka þá ætla ég bara að kaupa mér stærri föt.

Ég nenni þessu bulli ekki lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Gott hjá þér.  Þú ert svo flott eins og þú ert.

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 17.9.2008 kl. 18:40

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Takk, vinkona!

Guðrún S Sigurðardóttir, 17.9.2008 kl. 18:55

3 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Áður en ég kíkti á athugsemdirnar við færsluna var á eg búin að ákveða að segja nákvæmlega það sama og Helga! Er svo hjartanlega sammála henni og finnst þú ekki hafa hið minnsta að gera með að vera mjórri. Þú passar bara kólesterólið heilsunnar vegna en að öðru leyti áttu að vera eins og þú ert og borða það sem þú vilt!

Sigþrúður Harðardóttir, 21.9.2008 kl. 16:41

4 identicon

Elsku Gunna mín, frá því að ég man eftir mér hefurðu alltaf litið vel út, ég tek undir með hinum skvísunum :)

K Svava Einarsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband