Svefnleysi

Ég er kannski hlutdræg, ég veit það ekki, en mér fannst strákurinn minn rosalega skemmtilegur í Kastljósinu í kvöld. Ég hef heyrt flest af því áður sem hann talaði um en finnst alltaf jafn gaman að hlusta á hann segja frá. Hann var mest hissa á því sjálfur hvað hann var ljótur og með asnalega rödd. Honum fannst hann vera eins og fullur Hobbiti. Mér fannst hann fallegur og flottur en röddin ber þess merki að hann hefur áunnið sér ofnæmisasma með árunum. LABBID

Svefn er furðulegt fyrirbæri frá mínum bæjardyrum séð. Ég svaf t.d. í nótt frá klukkan 11 í gærkvöldi til klukkan 4 í nótt. Punktur og búið. Ég lét það ekki eftir mér að kveikja ljós og fara að lesa en stundum geri ég það. Ég var þreytt í dag, sérstaklega seinnipartinn, en það er bara eins og það er. Djöfull að draga.

Því miður erfði svefndoktorinn þennan svefnleysisfjanda frá mér. Ég hef átt við þetta vandamál að stríða síðan ég hóf búskap með honum Simma mínum. Ég ætla samt ekki að kenna honum um.  Þetta er eitthvað óskilgreint fyrirbæri. Vonandi tekst doktornum að finna meinið einn góðan veðurdag.

En þó að Kalli hafi sagt eitt sinn: "Greind erfist frá móður og fegurð frá föður og aumingja ég," þá vona ég samt að þetta gangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Flottur og skemmtilegur, ekki spurning!  Kanski ég geti fundið þáttinn á netinu og horft og fundið móðurlega nægju að sjá strákinn þinn brillera!

Bestu kveðjur í nafla alheims!

www.zordis.com, 6.5.2008 kl. 07:50

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Horfði á hann í algjörri andakt í gærkveldi ;)  Flottur strákur og enn flottari mamma.  Hann sagði alveg ótrúlega skemmilega frá efni sem konu finnst nú yfirleitt ekki áhugavert.

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 6.5.2008 kl. 18:30

3 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Mér finnst hann orðinn mjög líkur pabba sínum og held að hann hafi líka erft frásagnarhæfileikann frá honum...en eigum við ekki að samþykkja þetta með gáfurnar frá móður?

Hann kom vel út í sjónvarpinu, flottur og klár!

Sigþrúður Harðardóttir, 6.5.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband