Afmælisferð

Á þriðjudaginn varð pabbi minn áttræður. Áður en við, ferðafélagar hans á Tenerife, komumst á fætur þann dag var hann búinn að skokka eina ferð lengst upp í hlíð. Hann hafði líka, daginn áður, farið í tveggja og hálfstíma gönguferð með okkur "unga fólkinu."

Honum er ekki fisjað saman honum pabba.Tenerife feb.2008 078

Dagurinn var mjög skemmtilegur. Veislan tekin í þremur hollum. Það var morgunsöngur, eftir að hann kom úr fjallahlaupinu, síðdegisfjör og hátíðarkvöldverður.

Eina sem skyggði á gleðina var að Gréta systir skyldi veikjast.

Við náðum að koma eins og brenndir snúðar heim enda var sólbaðið tekið eins og fúll tæm djobb, frá 10 til 18.

Frábært vikufrí. Frí frá snjó og kulda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hann er flottur hann Sigurður frændi minn, ætli maður geti nema vonað að eldast svona vel eins og kallinn?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.2.2008 kl. 14:42

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Hann er ótrúlega unglegur og flottur. Þið Haddi verðir örugglega svona líka

Sigþrúður Harðardóttir, 24.2.2008 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband