Þorrablótið

Þorrablótið var frábært í alla staði. Fólk var dálítið kvíðandi yfir því þetta árið af því nú var það haldið í Versölum en ekki í Íþróttamiðstöðinni eins og undanfarin átta ár. Auðvitað var stemmingin ekki alveg sú sama en frábært blót samt. Veislustjórinn, Freyr Eyjólfsson, fór á kostum eins og hans var von og vísa. Hann söng og sprellaði út í eitt. Ég er búin að þekkja kauða síðan hann var menntaskólastrákur og vissi að hann gerði þetta vel.

En við eigum svo mikið af frambærilegu og frábæru listafólki í okkar litla samfélagi að mikill sómi er að. Það var aðal ástæðan fyrir því að ég fór á blótið í ár. Það var að sjá og heyra í mínu fólki eða eiginlega krökkunum hennar Grétu systur. 75% þeirra voru að skemmta og tengdadóttirin einnig og átti  hún beinagrindina í annálnum.  Hulda og Kolbrún eru fæddar leikkonur og svo sungu þær líka, ég vissi ekki að þær gerðu það svona opinberlega. En ég vissi að Magnþóra gæti sungið og vissi líka að hún er ljóðskáld og leikritaskáld og ég vissi líka að hún gæti leikið og ég vissi líka að hún er kvikmyndagerðarmaður. Enda var ekki hægt að vera heima og missa af þessu. Rúsínan í pylsuendanaum var svo hann Rúnar minn. Hann er í hljómsveit og syngur rosalega vel og semur líka lög og texta. Lagið hans Dettum í það var flutt þarna. Ég var búin að heyra það áður í tölvunni. Þrælgott lag hjá pilti.

Ég ætlaði sem sagt bara að borða þorramat og horfa á skemmtiatriðin og fara svo heim. Það fór nú ekki alveg þannig. Hann Simmi minn hringdi klukkan hálf átta frá Ólafsvík og sagðist vera að leggja af stað heim og hvort ég gæti reddað honum miða á blótið. Hann fékk nokkurra klukkustunda frí í vinnunni til að kíkja á þorrablótið.

Fyrir klíkuskap fékk ég miða handa honum og var þess vegna að skemmta mér fram eftir nóttu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Æðislegt blót. Æðislegur veislustjóri. Æðisleg skemmtiatriði og æðislegt fólk í bænum okkar.

En það var samt ekki eins og í Íþróttahúsinu...ekki frekar en við var að búast.

Sigþrúður Harðardóttir, 4.2.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Gott það var gaman hjá ykkur ;)  Hafið væntanlega dansað undan ykkur skóna !!  Og var ekki nýr kjóll Gunna?

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 4.2.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband