A eða B inflúensa?

"Ertu með A eða B?" spurði pabbi mig, kankvís á svipinn, þegar hann og mamma komu í sjúkravitjun til mín í gær.

Ég var einmitt búin að  velta þessu fyrir mér eftir að ég las allt um inflúensu á vefnum inflúensa.is. Þar er ekki gefin nein mismunandi skýring á tilfellum A og B. En samkvæmt lýsingunni á einkennum ínflúensunnar fer ég ekki í neinar grafgötur um það hvað hefur hrjáð mig síðan á mánudagskvöld.

Ég er aftur á móti með samviskubit yfir því að hafa ekki tilkynnt þessi veikindi mín til landlæknisembættisins því að á vefnum stendur eftirfarandi:

Inflúensan er skráningarskyldur sjúkdómur á Íslandi og ber læknum og rannsóknarstofum að tilkynna um heildarfjölda inflúensutilfella til sóttvarnalæknis samkvæmt nánari ákvörðun hans.

Ég verð ekki með í tölunni hjá sóttvarnalækni því ég fer ekki að druslast til læknis með háan hita til að láta telja mig.

Í morgun vaknaði ég enn með hita og hausverk en leið samt miklu skár en þegar verst lét. Beinverkir í rénum, hóstinn enn til staðar en nefrennsli minnkað til muna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég hélt að enginn á þínum vinnustað kæmist hjá að vera sprautaður gegn flensufjanda....eða fékkstu hana samt?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.1.2008 kl. 00:14

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Það eru mörg ár síðan þeir hættu að sprauta okkur.  Ég var nú frekar ánægð með að því var hætt því mér fannst það alltaf það versta við kennarastarfið...að fá  fá þessa sprautu!

Guðrún S Sigurðardóttir, 20.1.2008 kl. 23:17

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ha,ha, ...ég var ansi lélegur við sprauturnar líka, reyndar djöfullega við þær, en ég fór svo ferlega útúr flensu fyrir einhverjum fáum árum, fékk lungnabólgu, vitlaus lif og allan pakkan, var marga mánuði að ná mér af þessu og safna kröftum aftur. Tek ekki neinn séns og fer í sprautuna og hef verið frír af þessu síðan. En við erum víst aldrei örugg, þrátt fyrir sprautu.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.1.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband