Skúrað út

"Ertu vön að setja skóna út á stétt þegar þú ryksugar og skúrar forstofuna," spurði Simmi minn þegar hann ákvað í dag að hjálpa mér við þrifin á kotinu okkar.

Hann ákvað að ryksuga en ég mátti skúra.

"Já, það auðveldar talsvert að skúra forstofuna ef ekkert er að þvælast fyrir mér," kallaði ég til baka.

Ég heyrði að hann fór eitthvað að bauka í forstofunni með útidyrnar opnar og bað mig svo um að koma og sjá hversu hallaðist á hann þegar kæmi að skóeign okkar hjóna.

Hann hafði raðað sínum skóm öðru megin á stéttina fyrir utan og skónum mínum, sem voru í forstofunni, hafði hann raðað hinum megin.Skótau 002

Ég yrði voða fegin ef ég gæti látið eitt skópar duga við öll dress eins og hann Simmi minn gerir en það er bara ekki þannig hjá mér.Skótau 007

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Gunna min

Skyringin er, ad ef madur á gódar kúrekastígvélar,

thá er thad meira en nóg.

Bardur (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 11:02

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Þetta er nú bara dásamlegt.....

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 25.8.2007 kl. 18:09

3 Smámynd: www.zordis.com

  Ég er yfirburðasigurvegar í skóeign á mínu heimili ..... Enrique skilur bara ekki í þessari skóást en þannig er það bara.  Konur þurfa að geta verið smart þegar þær stíga út fyrir hússins dyr!

Helgarknús til þín....

www.zordis.com, 1.9.2007 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband