Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Prinsinn af Wales

Lúkas ÞorlákurLúkas Þorlákur er ekki par hrifinn af íslenskri tungu. Hann reynir að leiðrétta mömmu sína og bendir henni á hvernig á að tala rétt.

Mammy, it´s yes, not já.

Hann skilur íslenskuna alveg og er svo snjall að hann veit hvenær það er honum í hag að nota hana.

Um daginn var til á heimilinu kex sem heitir upp á engilsaxnesku Pinguin. Það hlýtur að vera mjög gott kex því Lúkas vildi fá það í morgunmat. Mamma hans benti honum á að kex væri ekki morgunmatur, hann ætti að borða eitthvað hollara en það.

Mammy, please give me mörgæs, sagði piltur þá og fékk auðvitað kex í morgunmat.

 


Bíddu þangað til ég bíð þér næst...

Vetur 2007 009Hann móðgaðist svo

þegar  ég bauð honum ekki inn

að hann settist á grein

og leit ekki við kræsingunum

sem ég bauð upp á

úti í snjónum


Sunnudagsmorgun

Við, ömmustelpa, vorum í slökunargírnum í morgun. Sváfum eins og klessur til klukkan hálf tíu. Þá var afi farinn út á sjó. Það stóð til að leggja netin í dag. Það hefur ekki gefið á sjó í nokkra daga.

Ömmustelpa notar tækifærið og horfir á barnaefni í sjónvarpinu þar sem hún býr á sjónvarpslausu heimili. Það þykja örugglega tíðindi í dag. En svona er það nú samt. Kennari nokkur sagði við Doktorinn (eða við bekkinn hans) þegar hann var í menntaskóla  að sjónvarpið sygi sálina úr fólki. Það er kannski ekki eingöngu vegna þessara ummmæla sem ekki er sjónvarp á heimilinu en það er áreiðanlega ein af ástæðunum.

Ég veit það bara að ég er oft eins og sálarlaus þegar ég hef hangið ótæplega yfir sjónvarpinu. 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband